Fengum eina asíska til að horfa á núna seinast. Það var meistarverkið Rashomon sem kom Akiru Kurosawa fyrst á kortið. Ég verð að segja að ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum með hana og mér finnst hún síst af þeim myndum hans sem ég hef séð. Það er aðallega leikurinn sem fer í taugarnar á mér því leikararnir ofleika oft mikið og gera myndina mjög furðulega. Myndin skartar þó frumlegum söguþræði sem vel má hafa gaman að en í myndinni er sagt frá morði frá nokkrum mismunandi sjónarhornum. Myndi hafði þó gífurleg áhrif í kvikmyndaheiminum og hafa margar myndir verið gerðar þar sem áhorfandinn fær að sjá sjónarhorn nokkurra persóna af sama atburðinum. Sagan er því sterkasti þáttur myndarinnar en afgangurinn er ekki eins góður.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hún er svolítið gamaldags og kannski pínu stirðbusaleg. En hún var LANGstyst af asísku myndunum sem komu til greina, og markar þar að auki upphafið að innrás japanskra mynda á vestrænan markað - fyrsta japanska myndin sem vakti verulega athygli í Vesturheimi...
Ég hefði kannski átt að taka sénsinn og sýna Sansho dayu eftir Mizoguchi (sem ég er ekki búinn að sjá), en hún er hálftíma lengri og reynslan hefur kennt mér að það er yfirleitt ekki áhættunnar virði að sýna mynd sem ég hef ekki séð áður. Ég prófaði það fyrir tveimur árum, þegar ég sýndi Woman Under the Influence eftir John Cassavetes, og hún vakti ekki beint lukku og ég var alls ekki tilbúinn fyrir það, þannig að úr varð hálfgert klúður...
Post a Comment