Monday, November 26, 2007

The cabinet of Dr. Caligari


Þessi mynd er á margan hátt mjög sérstök. Hún er ótrúlega absúrd og endirinn kemur manni virkilega á óvart. Stórleikur hjá þeim sem túlkar Dr. Caligari. Myndin er þó heldur daufleg en í flestum atriðum góð og hún hefur vafalaust verið algjört tímamótaverk á þessum tíma. Þetta er einhvers konar blanda af hryllingsmynd og spennumynd. Caligari er með sýningar en þegar dularfull morð verða í kjölfar þeirra fer bæjarbúa að gruna ýmislegt. Endirinn er svo algjör sprengja sem kemur manni gjörsamlega í opna skjöldu. Ég reyndar missti hálfpartinn af honum og var því ekki allt of vel undirbúinn fyrir hann. Mér fannst myndin þó ekki það góð að mér finnist nauðsynlegt að sjá hann.

No comments: