Ég skellti mér á þessa mynd í bíó um daginn og fannst hún bara þrusugóð. Þetta er endurgerð á eldri mynd með sama titil en titillinn vísar í brottfarartíma lestar sem fer til Yuma. Hún fjallar um Evan sem býður sig fram til að fylgja hinum alræmda Ben Wade til að ná lestinni til Yuma. Á eftir fylgir ræningjaflokkur Wades og Wade er víðsjárverður og það þarf að fylgjast með honum. Ég ætla ekki að segja meira frá söguþræðinum en myndin er mjög vel gerð og Russel Crowe og Christian Bale eru stórgóðir í hlutverkum sínum. Þessi mynd er án efa með betri vestrum sem ég hef séð nýlega og ég mæli eindregið með henni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment