Fór á þessa mynd eftir stærðfræðiprófin. Myndin er í alla staði mjög vel gerð og leikararnir standa sig allir með prýði. Myndin segir frá uppgangi Frank Lucas, blökkumanns sem gerir það gott með sölu á gæða dópi á lágu verði. Hann er gerður mjög viðkunnalegur maður en sú ímynd breytist eftir því sem líður á myndina. Það er stórleikarinn Denzel Washington sem túlkar hann og gerir það mjög vel. Russel Crowe leikur svo einn af heiðarlegum lögreglumönnum sem eftir eru í borginni og sýnir enn aftur hversu mikill eðalleikari hann er. Myndin er byggð á sönnum atburðum en hversu sannir sem atburðir sögunnar eru þá er myndin mjög trúverðug og raunsæ. Sem sagt í stuttu máli frábær mynd með góðu leikaravali sem reif mann upp úr leiðindum sökum stærðfræðiprófs.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment