Monday, November 26, 2007
Notorius
Þessi spennumynd Alfreds Hitchcocks er bara nokkuð góð. Hún fjallar um Aliciu sem þarf að gerast ástkona nasista til að geta gefið upplýsingar til ríkisins. Devlin er sá sem fær hana til að gera þetta eftir að þau verða ástfangin sjálf. Þetta er nokkuð góður söguþráður að vinna út frá og Hitchcock gerir það vel. Hann skapar spennu auðveldlega meðal annars með hröðum klippingum miðað við að myndin er frá 1947. Myndin var tilnefnd til 2 óskarsverðlauna og mér fannst hún mjög góð að mörgu leyti. Hún var þó ekkert meistarastykki en það er líklega vegna þess hversu vanur maður er hröðum klippingum og mikilli spennu í nútíma kvikmyndum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment