Monday, November 26, 2007

Eigið þér annað epli


Var næstum búinn að gleyma að ég sá þessa mynd á kvikmyndahátíðinni núna fyrr á þessu ári. Hún er frá Íran og ég hafði nokkuð miklar væntingar enda hljómaði lýsingin á myndinni afar áhugaverð. Myndin var svo afar áhugaverð en ekki á þann hátt sem ég bjóst við. Hún var mjög skemmtileg og fyndinn á köflum en líka ótrúlega súrealísk og aðalpersónan er eins vitlaus og hægt er hugsa sér og hugsar um lítið annað en að borða. Hún heldur uppi myndinni enda lítið um fleiri áhugaverðar persónur. Söguþráðurinn er góður og kom á óvart og ýmis atriði í myndinni eru stórfurðuleg. Hljóðið er líka frekar skrítið en öfugt við Sigga Palla þá truflaði það mig frekar lítið og mér fannst það bara frekar fyndið. Myndin er því í heild sinni mjög skemmtileg og kemur virkilega á óvart.

No comments: