Við horfðum á þessa mynd eftir að hafa heyrt fyrirlestur um Bergman og ég var mjög sáttur við það enda var ég nokkuð forvitinn um hvernig mynd um riddara sem skoraði á dauðann í tafl yrði. Hún stóðst væntingar mínar og var bæði skemmtileg og áhugaverð. Það eru miklar pælingar í þessari mynd og það kemur í ljós að það flýr enginn dauðann. Dauðinn er gerður frekar fyndinn en það er þó kannski bara vegna þess að hann talar sænsku. Riddarinn og samferðamenn hans eru skrautlegur hópur og myndin verður bæði létt og fyndinn á köflum. Á milli eru þó alltaf alvarlegri pælingar um lífið og dauðann og Bergman nær að blanda þessu vel saman.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Það er alls ekki bara sænskan. Hann er yndislega kaldhæðinn karakter. Ég ELSKA senuna þegar hann sagar tréið undan leikaranum - HIGH COMEDY!
Post a Comment