Monday, November 26, 2007

Ran


Ég horfði þessa mynd þegar hún var í sjónvarpinu eingöngu vegna þess að ég var nýbúinn að flytja fyrirlestur um Kurosawa. Þessi mynd er nýrri en þær sem ég hafði séð og er gerð eftir þekktu leikriti Shakespears, King Leo. Hún fjallar um konung sem felur völd sín til elsta sonar síns áður en hann deyr til að tryggja að það verði ekki átök. Hann er þó ekki nógu sáttur eftir á því hann lítur enn á sjálfan sig sem konung. Yngsti bróðirinn er þó ekki sáttur og er þess vegna gerður útlægur. Myndin er örlítið langdregin í anda Kurosawa en sagan er þó áhugaverð og það var líka gaman að sjá aðeins nýlegri mynd eftir hann. Þótt myndin sé ekki eins þekkt og aðrar myndir hans tel ég að hún sé alveg góð í samanburði við aðrar myndir þessa japanska leikstjóra.

No comments: