Hvað eiga þrír menn sameiginlegt þegar þeir fara í ferð til að hitta stúlkuna sem
einn þeirra á að giftast. Roman er búinn að ákveða að sonur hans Juri skuli giftast dóttur besta vinar hans. Honum tekst að draga hann með í ferð til að hitta hana og með þeim slæst í för Stano, gamall vinur Romans. Þessi mynd er sprenghlægileg og er það þá helst Stano, sem reynir eins og hann getur að vera harður sígauni, sem heldur fjörinu uppi. Roman er að semja sígaunaepík sem á að vera eins konar goðsögn sígauna. Hann er trúlofaði son sinn þegar hann var fimm ára. Þessi mynd segir frá ferðalagi þeirra og þeim atvikum sem eiga sér stað. Einnig er sögð saga sígaunakóngsins í skáldsögu Romans sem er mjög áhugaverð og skemmtileg saga sem bætir bara við myndina. Í leit sinni að fugli sígaunaandans ferðast hann bæði til himnríkis, (sem er táknað með krana) helvítis og að lokum finnur hann dauðann. Þessi saga er svo snyrtilega fléttuð við aðallsöguna og það kemur mjög vel út. Myndin er í flesta staði vel gerð og það var ekkert sem náði að skemma fyrir mér. Sagan er góð og er dýpri en ég bjóst við og allar persónur fantavel skrifaðar. Sem gamanmynd fær hún feitan plús en einnig sem mynd um ferðalag þriggja manna. Besta mynd sem ég sá á hátíðinni og ég mæli hiklaust með henni.
No comments:
Post a Comment