Tuesday, April 15, 2008
Look around you: stuttmyndagerð
Þegar við loksins fengum vélina í hendur höfðum við einungis eina helgi til að taka allt heila klabbið upp og þar sem að sögusviðið var bústaður var frekar mikið vesen að finna helgi þar sem allir komust. Það endaði þó allt vel þrátt fyrir hálfgerða fýluferð á föstudeginum upp í bústað þar sem við náðum bara að taka upp efni fyrir introið (sem tók reyndar slatta tíma). Á laugardaginn komu svo aðalleikararnir í hús og við gátum byrjað af alvöru. Myndin okkar fjallar um 4 gaura sem fara upp í bústað, verða drukknir og vakna svo daginn eftir og sjá að einn þeirra liggur dauður á gólfinu. Þeir saka hver annan um að hafa drepið hann og enda á því að slátra hver öðrum. Sá "dauði" vaknar svo upp frá rotinu og fattar ekki neitt og kveikir á sjónvarpinu. Handritið var frá upphafi mjög kjánalegt (ekki endilega á slæman hátt) og það voru nokkrir gallar í handritinu sem við þurftum að laga til á staðnum. Auk þess voru öll samtöl samin á staðnum og þetta gerði lengdi alla vinnuna. Þetta gékk þó allt frekar vel þótt það hafi komið upp smá ágreiningur um endinn (geðveikt súrealískur endir þar sem að einhver 5. maður átti að koma og drepa þann seinasta (Danna) og vekja svo þann sem lá rotaður eða eitthvað í þá áttina vs. sá endir sem var notaður). Við tók svo klipping nokkrum seinna og það gekk allt bara þokkalega vel og ég verð að segja að ég varð bara nokkuð sáttur með myndina. Hún var frekar kjánaleg eins og ég bjóst við en það gekk alveg upp og hún var bara frekar fyndin og hún var klárlega betri en myndin sem við gerðum á haustönn og það er nokkuð víst að við höfum lært ýmislegt við gerð þessara tveggja mynda.
No country for old men
Monday, April 14, 2008
Brúðguminn
Frekar langt síðan við fórum á þessa mynd svo hún er ekki alveg í fersku minni en það er um að gera að reyna.
Brúðguminn í leikstjórn Baltasar Kormák er byggð á leikritinu Ívanov eftir Tsj
ekhov. Baltasar leikstýrði líka leikritinu Ívanov í Þjóðleikhúsinu á sama tíma en ég sá það reyndar ekki. Ég hafði nokkra fordóma áður en ég fór á þessa mynd þar sem að ég hafði lítið heyrt um hana og hélt að þetta væri háalvarlegt drama þar sem að það væri ekki þverfótaðfyrir ástarþríhyrningum, svikum, og uppgjöri á fortíðinni. Vissulega koma allir þessir þættir fram í myndinni að nokkru leyti en engann veginn á þann hátt sem ég hafði búist við. Brúðgumanum er sem sagt best lýst sem gamanmynd. Myndin fjallar um Jón sem er vægast sagt ótrúlega leiðinlegur maður. Hann er greinilega þreyttur á lífinu og tilraun hans til að komast burt frá hinu daglega amstri endar ekki betur en svo að konan hans fer frá honum eftir að hann heldur framhjá henni með Þóru sem er fyrrverandi nemandi hans. Myndin á sér stað þegar þau eru að fara gifta sig og inn í það fléttast alls kyns vandamál sem ég ætla ekki að fara út í hér. Baltasar sýnir hér enn og aftur að hann er með betri íslenskum leikstjórum og myndin er vel gerð í alla staði. Nú þekki ég ekki leikritið þannig að ég get ekki borið þetta saman en fyrir mér var þetta bara mjög skemmtileg mynd sem kom mér í gott skap. Ég veit svo sem að það hljóta að vera rosa djúpar pælingar á bak við allt í þessari mynd en ég nenni eiginlega ekkert að vera pæla í því. Þessi mynd var fyrst og fremst afþreyingarefni og það frekar gott. Leikur er líka stórgóður og Hilmir Snær stórgóður sem einhver mest óspennandi náungi sem ég hef kynnst en aðrir leikarar koma líka sínu mjög vel til skila. Ólafur Darri var stórskemmtilegur sem gamall félagi Jóns sem og aðrar persónur sem lífga upp á hið tilbreytingarlausa líf sem Jón lifir. Í stuttu máli stórgóð íslensk mynd sem kemur manni í gott skap.

Saturday, December 8, 2007
O, Brother where art thou
![]() |
Topp 10 (fyrri hluti)
Boondock Saints

Beowulf
Tuesday, December 4, 2007
Big Fish

Sá þessa mynd eftir meistara Tim Burton aftur á ríkissjónvarpinu um daginn. Þessi mynd segir sögu manns sem veit ekkert betra en að segja sögur af sjálfum sér og oftar en ekki eru þær soldið skreyttar. Við fylgjumst með ævi hans eins og hann segir hana og oftar en ekki er hún heldur ótrúverðug. Þessi mynd er skemmtileg og og er uppfull af táknum og hefur að bera mörg einkenni Burtons. Þessi mynd kom mér mjög á óvart þegar ég sá hana fyrst og nær að vera bæði fyndinn og skemmtileg á mjög einlægan hátt. Sagan er skemmtileg og leikurinn góður og Burton sýnir að hann er leikstjóri á heimsmælikvarða.
Subscribe to:
Posts (Atom)