Wednesday, April 16, 2008

Lars and the real girl

Arg... akkúrat þegar maður drullar sér loksins til að byrja að blogga krassar tölvan þegar maður var kominn með ágætis færslu og hún var ekki vistuð, samt er alltaf verið að autosave-a þetta helvíti. En þá er bara að byrja upp á nýtt.....


Lars and the real girl er bara með betri gamanmyndum sem ég hef séð nýlega. Hún er um einfeldninginn Lars sem er hálfsorglegur gaur. Hann býr einn í bílskúrnum hjá bróður sínum og er greinilega mjög heftur á félagslega sviðinu. Hann vill helst ekki tala við fólk og er meira segja meinilla við að skreppa í mat til bróður síns og konunnar hans. Hann er síðan gjörsamlega ómögulegur í að eiga samræður við hitt kynið. Einn daginn dúkkar hann svo upp heima hjá bróður sínum með kynlífsdúkku upp á arminn. Þá fyrst virðast þau fatta hversu alvarlegt þetta ástand var á Lars. Þau leita til læknis og hann segir þeim að þau verði að spila með og láta eins og dúkkan sem er kölluð Bianca sé lifandi manneskja. Þetta endar með því að allur bærinn tekur þátt og Bianca verður smám saman partur af samfélaginu. Lars er einstaklega feiminn og lokaður gæi og þar kemur Ryan Gosling sterkur inn. Hann leikur Lars mjög sannfærandi og var meðal annars tilnefndur til Golden Glope. Handritið var líka tilnefnt til fjölda verðlauna og þar á meðal Óskarsins. Enda er margt gott að segja um þetta handrit. Það er ekki uppfullt af kynlífsbröndurum sem maður hefur séð í öllum unglingamyndum þótt það bjóði að nokkru leyti upp á það. Þvert á móti er samband Lars við kynlífsdúkkuna einungis tilfinningalegt og það gengur meira að segja svo langt að þau fara að rífast auk þess sem Bianca fær vinnu í bænum og fleira. Mér fannst þessi mynd geðveikt fyndinn og þá sérstaklega þessi vandræðalegu augnablik þar sem að Lars þorir varla að horfa upp og maður ætti í raun að vorkenna honum. Það er líka mjög fyndið hversu eðlilegt það er fyrir Lars að Bianca sé í kring og hvað allir bæjarbúar taka henni vel og hérna er smá klipp þar sem Bianca fær bæði vinnu og er tekinn inn í félagslífið í bænum:


Þetta er sem sagt í alla staði frábær gamanmynd sem ég mæli eindregið með.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ég var einmitt að horfa á þess um daginn og þótti hún bara nokkuð fín.
5 stig.