Sá þessa mynd eftir meistara Tim Burton aftur á ríkissjónvarpinu um daginn. Þessi mynd segir sögu manns sem veit ekkert betra en að segja sögur af sjálfum sér og oftar en ekki eru þær soldið skreyttar. Við fylgjumst með ævi hans eins og hann segir hana og oftar en ekki er hún heldur ótrúverðug. Þessi mynd er skemmtileg og og er uppfull af táknum og hefur að bera mörg einkenni Burtons. Þessi mynd kom mér mjög á óvart þegar ég sá hana fyrst og nær að vera bæði fyndinn og skemmtileg á mjög einlægan hátt. Sagan er skemmtileg og leikurinn góður og Burton sýnir að hann er leikstjóri á heimsmælikvarða.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment