Friday, April 18, 2008

Mannaveiðar

Svona fyrst það er enn ekki búið að gefa manni námseinkunn er alveg eins gott að nýta tímann sem maður ætti að nota til að læra fyrir kvikmyndagerðarprófið í eitthvað aðeins skemmtilegra. Hausinn á manni er uppfullur af sögutöktum og rauðum þráðum og 180° reglum og kominn tími til að hreinsa til.

Mannaveiðar eru íslenskir þættir sem voru sýndir í 4 hlutum. Ég verð að segja að mér fannst þeir bara nokkuð góðir. Þeir allavega náðu að halda manni spenntum og það var engann veginn augljóst hver morðinginn var, allavega ekki fyrst. Það má segja að þættirnir séu undir áhrifum frá dönsku þáttunum Forbrydelsen sem voru sýndir á RÚV þótt handritið sé unnið upp úr bókinni Afturelding. Gísli var ágætur sem pinnstíf lögga sem er hálf einangraður. Maður er alltaf að flashback úr fortíð hans og greinilegt að maður á að finna eitthvað til með honum. Mér fannst það samt ekki takast nógu vel einhverra hluta vegna. Ólafur Darri var aðeins skárri en mér fannst hann líka stundum vera frekar kjánalegur eins og t.d. þegar hann býður mótorhjólagellunn (man ekkert hvað hún heitir) í bíó. Má vera að þetta hafi átt að vera svona og maður hafi þess vegna átt að finna með persónunni en mér fannst það bara ekki virka. Samt var leikurinn alls ekkert slæmur þannig ég veit ekki alveg hvað það var, kannski bara persónunar sjálfar. Þó var samband þeirra tveggja mjög skemmtilegt og líklega það sem reif þá upp í persónugerð. Gaurinn sem Björn lék var heldur ekki að virka nógu vel. Hverjum dettur í hug að hafa svona erkibjána í rannsóknarsveitinni. Að halda að hann sé búinn að leysa málið og ná svo ekki að senda svarið á réttum tíma meikar bara ekkert sens. En ætli bókin hafi ekki bara verið svona ég veit það ekki, hann lék þetta ágætlega.

Mannaveiðar eru samt að öllu leyti mjög gott efni fyrir íslenskt sjónvarp og auka bara á fjölbreytnina. Þeir eru líka mun betri en aðrir íslenskir glæpaþættir sem hafa verið gerðir eins og t.d. Allir litir hafsins eru kaldir sem voru hörmulegir þættir. Það var líka fínt að fá að spjalla við Björn leikstjóra og heyra hans hlið á málinu. Skemmtileg líka sagan um það hvernig þetta afmælisþema átti að vera. Sáttur með að það var samt ekki notað, efast um að það hefði virkað. Nú er bara vonandi að Mannaveiðar verði hvatning til frekari íslenskrar þáttagerðar af þessu tagi.

3 comments:

Siggi Palli said...

5 stig.

Siggi Palli said...

Þú ert þá með 45½ stig.

Anonymous said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Flores Online, I hope you enjoy. The address is http://flores-on-line.blogspot.com. A hug.