Wednesday, April 16, 2008

Be kind, rewind

Sú hugmynd að endurgera allar þær klassísku myndir sem komið hefur út er hreint út sagt brjáluð. Hvað þá að gera það eftir pöntun. Það er samt sem áður söguþráðurinn í þessari fáránlegu gamanmynd þar sem Jack Black og Mos Def fara á kostum sem Jerry og Mike. Jerry lendir í því að heilinn á honum segulmagnast eftir að hann brýst inn í orkuver. Það verður til að þess að hann eyðileggur allar vídjóspólur á vídjóleigunni sem Mike er að passa fyrir frænda sinn. Í kjölfarið endurgera þeir félagar hina ódauðlegu mynd Ghostbusters á einum degi og eitt leiðir af öðru og þeir enda á að endurgera allt milli himins og jarðar, líka teiknimyndir. Myndin er uppfull af bráðskemmtilegum húmor og hann er ekki eins fyrirsjáanlegur og maður hefði haldið auk þess að sá húmor sem er það er bara einfaldlega bráðfyndinn. Þetta er heldur ekki mynd sem maður á að fara til að komast í djúpar pælingar heldur er þetta létt og þægilegt afþreyingarefni sem virkar stórvel. Þar eru endurgerðu myndirnar eða "the sweded movies" stærsti kosturinn. Þar er gert stólpagrín að klassískum myndum þó án þess eins og það sé verið að hæðast að þeim heldur virkar þetta meira á mig eins og að þetta séu myndir sem leikstjórinn eða handritshöfundurinn er að fíla í botn. Hér er Ghostbusters í höndum þeirra Blacks og Defs og byrtist hún nokkurn veginn svona í myndinni sjálfri:


Þessi mynd er svo sem ekkert meistarstykki fra sjónarhóli kvikmyndalistar. Leikurinn er ekkert afrek og greinlegt að þessi mynd hefur ekki kostað neinar miklar fjárhæðir. En þetta er skemmtileg hugmynd að handriti sem virkar vel á mann og maður getur ekki annað en hlegið að hversu vitlaust það er. Ég læt hérna fylgja trailerinn í lokinn.