Tuesday, April 15, 2008
Look around you: stuttmyndagerð
Þegar við loksins fengum vélina í hendur höfðum við einungis eina helgi til að taka allt heila klabbið upp og þar sem að sögusviðið var bústaður var frekar mikið vesen að finna helgi þar sem allir komust. Það endaði þó allt vel þrátt fyrir hálfgerða fýluferð á föstudeginum upp í bústað þar sem við náðum bara að taka upp efni fyrir introið (sem tók reyndar slatta tíma). Á laugardaginn komu svo aðalleikararnir í hús og við gátum byrjað af alvöru. Myndin okkar fjallar um 4 gaura sem fara upp í bústað, verða drukknir og vakna svo daginn eftir og sjá að einn þeirra liggur dauður á gólfinu. Þeir saka hver annan um að hafa drepið hann og enda á því að slátra hver öðrum. Sá "dauði" vaknar svo upp frá rotinu og fattar ekki neitt og kveikir á sjónvarpinu. Handritið var frá upphafi mjög kjánalegt (ekki endilega á slæman hátt) og það voru nokkrir gallar í handritinu sem við þurftum að laga til á staðnum. Auk þess voru öll samtöl samin á staðnum og þetta gerði lengdi alla vinnuna. Þetta gékk þó allt frekar vel þótt það hafi komið upp smá ágreiningur um endinn (geðveikt súrealískur endir þar sem að einhver 5. maður átti að koma og drepa þann seinasta (Danna) og vekja svo þann sem lá rotaður eða eitthvað í þá áttina vs. sá endir sem var notaður). Við tók svo klipping nokkrum seinna og það gekk allt bara þokkalega vel og ég verð að segja að ég varð bara nokkuð sáttur með myndina. Hún var frekar kjánaleg eins og ég bjóst við en það gekk alveg upp og hún var bara frekar fyndin og hún var klárlega betri en myndin sem við gerðum á haustönn og það er nokkuð víst að við höfum lært ýmislegt við gerð þessara tveggja mynda.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
4 stig.
Post a Comment