Þótt sé svo sem enginn sérstakur áhugamaður um kvikmyndalist eða kvikmyndagerð fannst mér þetta vera langmest spennandi fagið. Og þegar upp er staðið er þetta klárlega skemmtilegasta fagið frá upphafi skólagöngu minnar. Stór orð en engu að síður sönn. Það sem stóð þó klárlega mest upp úr er stuttmyndagerðin og það hefði alveg mátt gera meira úr henni því þótt hún hafi verið mjög krefjandi og tímafrek þá er ég viss um að fleiri eru á sama máli og ég að það mætti allavega reyna að gera meira úr verklega hlutanum. Að vísu var ekkert hægt að klippa fyrr en eftir áramót en það var samt mjög skemmtilegt að gera mynd sem var bara klippt í vél. Myndirnar sem við horfðum á voru kannski ekki alltaf við allra hæfi en það er bara eins og það gengur og ég sá fullt af myndum sem ég hefði líklega aldrei horft á annars og þótti gaman að. Gaman líka að heyra í leikstjórunum tala frá sinni reynslu þótt það hafi verið svekkjandi að Baltasar Kormákur hafi ekki komist þar sem hann er klárlega einn besti leikstjóri okkar Íslendinga. Námið sjálft var svo oftast frekar skemmtilegt og ég var sérstaklega að fíla það hversu frjálslegt þetta var, horfa á stuttmyndir og almennt spjall um hitt og þetta. Þar kemur lærimeistari okkar, Siggi Palli, til sögunnar. Hann er búinn að vera frábær kennari og valdi góða leið til að gera fagið að því sem það er því það hefði án efa getað verið bæði þurrt og leiðinlegt með öðrum kennara. Það eina sem ég get kannski fundið að þessari grein voru bloggin. Ég veit að ég get lítið sagt þar sem að ég hef bæði verið latur og metnaðarlaus í þessum málefnum en ég hefði þó viljað hafa meiri umsjón með blogginu að hálfu kennarans. T.d. að setja fyrir 1-2 blogg á viku og hafa þetta svona meira í takt við þessa típísku heimavinnu. Ég veit þetta hljómar ógeðslega leiðinlegt en ég held að það hefði hvatt suma til að vinna meira og sitja ekki uppi með milljón blogg í lok annar. Auðvitað er þetta samt alltaf á ábyrgð nemenda þannig að ég veit svo sem ekki alveg hversu mikið það á að mata mann en þetta er allavega mín skoðun. Stigakerfið er líka mjög góð hugmynd en ég held samt að það þyrfti að endurskoða það eitthvað og endurbæta. Annað sem ég hefði líka viljað er að fá verkefni úr námsefninu til að vinna. Aftur hljómar þetta ógeðslega leiðinlegt og eins og ég sé að eyðileggja hið fullkomna fag en staðreyndin er sú að ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að fara gera í þessu prófi á laugardaginn. Annars hefur þetta verið frábært fag sem náði að vekja áhuga minn á kvikmyndum og kvikmyndagerð og þótt það sé ólíklegt að ég leggi þetta fyrir mig þá gæti þetta alltaf orðið ágætis hobbý. |
Wednesday, April 16, 2008
Kvikmyndagerð ´07-´08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ágætispunktar. 5 stig.
Það er einmitt eitt af markmiðunum fyrir næsta ár að koma inn meiri verklegu. Ég er svona að gæla við að bæta inn gerð einnar heimildarmyndar.
Eins er það réttilega athugað með bloggið, þar hefði mátt skipta þessu upp í minni pakka. Ég veit ekki hvort ég skipti þessu alveg upp í vikur, en t.d. að gefa einkunn fyrir hvern mánuð væri strax viðráðanlegra.
Og eins er rétt að það hefðu mátt vera verkefni, t.d. í líkingu við stóru spurninguna á prófinu. Það má skoða það.
Post a Comment