Algjör snilld sem endaði í tómu rugli. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja um þessa því hún er frekar skrítin í alla staði. Hún er um tvo gaura sem ræna banka í jólasveina
búningum. Eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim og þeir neyðast til að læsa hann inni í svona almennings geymsluskáp. Inn í þetta fléttast svo hinir fáránlegustu karakter sem sumir virðast lítið með söguþráðinn að gera en gera myndina mjög áhugaverða og fjöruga á köflum. Sem dæmi má nefna bandóða gaurinn sem vill berja alla til óbóta eða hippann sem frýs svo reyndar og gerir algjöran skandal sem frosinn "krossfestur" hippi. Myndin er ótrúlega fyndin (eitthvað gamanmyndaþema í gangi hjá mér greinilega þessa dagana) en húmorinn er mjög sérstakur og ekki eins og maður á að venjast og greinilegt að þessi mynd kemur lengra að en frá Evrópu eða USA fyrir utan að sjálfsögðu þá staðreynd að allir eru japanskir og tala japönsku. Stíllinn er bara einhvern meginn allt annar og sömuleiðis húmorinn. En ég hef svo sem enga hugmynd um hvort það sé bara þessi mynd sem er svona sérstök. Þessi mynd leit sem sagt út fyrir að verða ein af betri myndum vetrarins. Afhverju þarf hún að enda í svona miklu rugli. Þessi kung-fu atriði á hótelinu og draugarnir voru alls ekki að gera sig. Í fyrsta lagi var þetta algjörlega á skjön við fyrri hluta myndarinnar og í öðru lagi hefði kannski verið fyndið að hafa svaka bardaga sem meikaði ekkert sens ef hann hefði bara ekki verið svona djöfulli langur. Ég hef á tilfinningunni að leikstjóranum hafi fundist þetta ógeðslega svalt en það er það ekki þegar það er greinilegt að atriðin eru ekki raunveruleg. Endirinn var svo tóm tjara og skildi mann eftir frekar pirraðan. Auðvitað var öll myndin algjör steypa og drullumall en það afsakar ekki þennan ömurlega endi. Samt sem áður er þetta mynd sem er alveg þess virði að horfa á og sum atriði í myndinni eru gjörsamlega óborganlega fyndin. Sem sagt góð mynd sem líður fyrir asnalega endi.
1 comment:
4 stig.
Post a Comment