
Fengum eina asíska til að horfa á núna seinast. Það var meistarverkið Rashomon sem kom Akiru Kurosawa fyrst á kortið. Ég verð að segja að ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum með hana og mér finnst hún síst af þeim myndum hans sem ég hef séð. Það er aðallega leikurinn sem fer í taugarnar á mér því leikararnir ofleika oft mikið og gera myndina mjög furðulega. Myndin skartar þó frumlegum söguþræði sem vel má hafa gaman að en í myndinni er sagt frá morði frá nokkrum mismunandi sjónarhornum. Myndi hafði þó gífurleg áhrif í kvikmyndaheiminum og hafa margar myndir verið gerðar þar sem áhorfandinn fær að sjá sjónarhorn nokkurra persóna af sama atburðinum. Sagan er því sterkasti þáttur myndarinnar en afgangurinn er ekki eins góður.