Wednesday, October 3, 2007

Veðramót


Svakaleg mynd sem skilur mann eftir agndofa yfir því hvernig vistheimilin voru. Leikstjórinn, Guðný Halldórsdóttir, notar reynslu sína af því að vinna á svona vistheimili til að skrifa handritið að Veðramótum og er sagan því mjög raunsæ þótt hún sé ekki gerð eftir sönnum atburðum. Myndin er mjög vel gerð og leikmyndin er flott enda gerist myndin á hippatímanum og það sést strax án þess að það sé ýkt enda þekkir Guðný vel til þess hvernig lífið gekk fyrir sig hjá þeim. Leikurinn er líka mjög góður og fá margir ungir leikarar leika sitt fyrsta stóra hlutverk í kvikmynd og ég býst við að sjá meira af þeim í framtíðinni. Hilmir Snær er svo auðvitað mjög góður sem og aðrir leikarar. Sagan er góð og skilur eitthvað eftir sig og sýnir að Guðný er með betri leikstjórum landsins.

No comments: