Hvað getur maður sagt um mynd sem fjallar um mann sem er búinn að vera að gera sömu myndina í mörg ár. Varla fer maður að taka hann til fyrirmyndar. Myndin átti sína spretti og var fyndinn á köflum en ég verð að viðurkenna að ég náði ekki að halda athyglinni allan tímann. Mér fannst myndin í raun ekki góð og náði aldrei að fylgjast almennilega með söguþræðinum (sem gæti þó verið afleiðing mikillar þreytu þegar ég horfði á myndina). Myndin var þó áhugaverð og fyndinn og sérstaklega vinur aðalpersónunnar sem var alltaf skakkur og í heildina mjög vitlaus. Það þess vegna kannski ekki skrýtið þótt myndin hans sé ekki enn búinn miðað við aðstoðarlið og leikarana. Í heildina var myndin þó óspennandi og ótrúlega langdregin en það er bara svona.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment