Sunday, October 14, 2007

Þið, lifendur






Ótrúlega áhugaverð mynd í alla staði með sótsvörtum húmor sem ég hafði mjög gamna að. Þetta var ekki týpísk kvikmynd með söguþræði og flækjum heldur meira svona eins og langur grínþáttur. Ég hafði þó nokkuð miklar væntingar fyrir þessari mynd og varð þess vegna fyrir örlitlum vonbrigðum vegna þess hversu illa hún entist. Hún byrjaði alveg frábærlega með bráðfyndnum atriðum þar sem maður hló bókstaflega að því hversu sorglegt fólkið var. Húmorinn var svartari en allt og sumar persónurnar voru alveg frábærar. En þegar líða tók á myndina fór hún að verða hálflangdreginn og ég var hálfpartinn farinn að bíða eftir að komast út. Atriðin urðu langdregnari og maður var hálfpartinn búinn að venjast þessu svarta húmor sem einkenndi myndin. Ástæðan fyrir því hversu langdregin myndin varð má þó rekja til gjörlsamlega kæfandi hita í Tjarnarbíói. Kostulegar persónur og myndatakan voru aðalsmerki myndarinnar og myndatakan var mjög sérstök. Hvert atriði var bara eitt skot og það var ekkert að vera að klippa eða færa myndavélina í hverju skoti. Þetta gerði myndina mjög sérstaka og öðruvísi en kannski líka soldið hæga. Þetta var þó í alla staði mjög góð mynd og vel gerð. Persónurnar voru vel skrifaðar og myndatakan hentaði þessari mynd mjög vel og gaf henni ákveðið andrúmsloft. Í heildina var myndin því afbragsgóð þótt vel hefði mátt stytta hana örlítið og minnka aðeins hitann í salnum.

No comments: