Það er liðin dálítill tími síðan ég sá þessa mynd en ég man þó alveg ágætlega eftir henni. Hún var í heildina mjög góð og ég skemmti mér vel en gat þó ekki varist því að fá kjánahroll og þá sérstaklega í endabardaganum þar sem allt var frekar gervilegt. Stórmyndir með bardagasenum og eru kannski ekki það sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru tilbúnir að taka upp á. Húmorinn var þó alltaf á sínum stað og gerði það að verkum að myndin tók sig aldrei alvarlega og það bjargaði myndinni og gerði hana í flesta staði mjög góða. Gaman líka að heyra að leikstjórinn notaði mjög lítið af tölvubrellum og reyndi frekar að redda sér með öðrum leiðum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment