Wednesday, October 3, 2007

The General


Fyrirfram bjóst við svarthvítri mynd sem væri þögul og þunglynd og var ekki spenntur að þurfa að vera í skólanum til 18 eða svo. Það átti þó eftir að koma í ljós að myndin var í alla staði bráðfyndin og var það aðallega persóna lestarstjórans sem gerði það að verkum. Myndin byggist á hrakförum hans þegar hann fer að bjarga sinni heittelskuðu og þeim uppátækjum sem honum detta í hug. Myndin er vel gerð og má þar nefna atriðið þegar brúin brotnar undan lestinni. Aulahúmorinn í myndinni er í fyrirrúmi og þess vegna held ég að það hafi verið stór kostur að myndin var þögul. Tónlistin í myndinni er mjög góð og oft lýsandi fyrir það sem er að gerast hverju sinni. Í heildina alveg frábær mynd sem opnaði augu mín fyrir eldri myndum sem ég hefði ekki haft eins mikinn áhuga á annars.

No comments: