Sunday, October 14, 2007
Þið, lifendur
Wednesday, October 3, 2007
The General
Fyrirfram bjóst við svarthvítri mynd sem væri þögul og þunglynd og var ekki spenntur að þurfa að vera í skólanum til 18 eða svo. Það átti þó eftir að koma í ljós að myndin var í alla staði bráðfyndin og var það aðallega persóna lestarstjórans sem gerði það að verkum. Myndin byggist á hrakförum hans þegar hann fer að bjarga sinni heittelskuðu og þeim uppátækjum sem honum detta í hug. Myndin er vel gerð og má þar nefna atriðið þegar brúin brotnar undan lestinni. Aulahúmorinn í myndinni er í fyrirrúmi og þess vegna held ég að það hafi verið stór kostur að myndin var þögul. Tónlistin í myndinni er mjög góð og oft lýsandi fyrir það sem er að gerast hverju sinni. Í heildina alveg frábær mynd sem opnaði augu mín fyrir eldri myndum sem ég hefði ekki haft eins mikinn áhuga á annars.
Veðramót
Svakaleg mynd sem skilur mann eftir agndofa yfir því hvernig vistheimilin voru. Leikstjórinn, Guðný Halldórsdóttir, notar reynslu sína af því að vinna á svona vistheimili til að skrifa handritið að Veðramótum og er sagan því mjög raunsæ þótt hún sé ekki gerð eftir sönnum atburðum. Myndin er mjög vel gerð og leikmyndin er flott enda gerist myndin á hippatímanum og það sést strax án þess að það sé ýkt enda þekkir Guðný vel til þess hvernig lífið gekk fyrir sig hjá þeim. Leikurinn er líka mjög góður og fá margir ungir leikarar leika sitt fyrsta stóra hlutverk í kvikmynd og ég býst við að sjá meira af þeim í framtíðinni. Hilmir Snær er svo auðvitað mjög góður sem og aðrir leikarar. Sagan er góð og skilur eitthvað eftir sig og sýnir að Guðný er með betri leikstjórum landsins.
American movie
Hvað getur maður sagt um mynd sem fjallar um mann sem er búinn að vera að gera sömu myndina í mörg ár. Varla fer maður að taka hann til fyrirmyndar. Myndin átti sína spretti og var fyndinn á köflum en ég verð að viðurkenna að ég náði ekki að halda athyglinni allan tímann. Mér fannst myndin í raun ekki góð og náði aldrei að fylgjast almennilega með söguþræðinum (sem gæti þó verið afleiðing mikillar þreytu þegar ég horfði á myndina). Myndin var þó áhugaverð og fyndinn og sérstaklega vinur aðalpersónunnar sem var alltaf skakkur og í heildina mjög vitlaus. Það þess vegna kannski ekki skrýtið þótt myndin hans sé ekki enn búinn miðað við aðstoðarlið og leikarana. Í heildina var myndin þó óspennandi og ótrúlega langdregin en það er bara svona.
Astrópía
Það er liðin dálítill tími síðan ég sá þessa mynd en ég man þó alveg ágætlega eftir henni. Hún var í heildina mjög góð og ég skemmti mér vel en gat þó ekki varist því að fá kjánahroll og þá sérstaklega í endabardaganum þar sem allt var frekar gervilegt. Stórmyndir með bardagasenum og eru kannski ekki það sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru tilbúnir að taka upp á. Húmorinn var þó alltaf á sínum stað og gerði það að verkum að myndin tók sig aldrei alvarlega og það bjargaði myndinni og gerði hana í flesta staði mjög góða. Gaman líka að heyra að leikstjórinn notaði mjög lítið af tölvubrellum og reyndi frekar að redda sér með öðrum leiðum.
Subscribe to:
Posts (Atom)