Saturday, December 8, 2007

O, Brother where art thou

Ég setti þessa mynd ekki á topp 10 listann en hún á það þó fyllilega skilið. Það eru Coen-bræður sem leikstýra þessari mynd en hún fjallar um 3 fanga á miðri 20. öld í Suðurríkjunum sem ná að strjúka og þeim uppákomum sem þeir lenda í. Allt frá því að vera breytt í froska yfir í að lenda í klóm Ku-Klux-Klan. Þeir ná að gera allt vitlaust þegar þeir flytja lag í útvarpinum og verða vinsælir um öll Bandaríkin. Myndin er vel gerð og Georg Clooney sýnir að hann getur enn þá leikið. Aðrir leikarar standa sig líka með prýði eins og t.d. John Goodman sem KKK-meðlimur. Lögin í myndinni eru mjög góð en þó sérstaklega lagið sem fangarnir flytja í útvarpinu. Skemmtileg og fyndin mynd sem skilur mann eftir í góðu skapi.


2 comments:

Siggi Palli said...

Ég get ekki beðið eftir næstu mynd Coen-bræðra, No Country for Old Men. Allt sem ég hef lesið um þá mynd bendir til þess að hún sé mynd ársins, ef ekki áratugarins. Roger Ebert sagði að hún væri "fullkomin". Jim Emerson sagði að hún innihéldi kjarna kvikmyndalistarinnar.
Eina er að ég er kannski með OF miklar væntingar. Verð að reyna að tóna þær niður áður en ég sé hana...

Siggi Palli said...

Umsögn um blogg
19 færslur.
Við fyrstu sýn virðast færslurna hálf-mínimalískar, en þegar ég les yfir þetta þá eru þær flestar nokkuð fínar.
7,0