Ég var frekar forvitinn að sjá hvernig þessi mynd yrði þar sem ég hef aldrei farið í 3D
bíó. Ég var með smá efasemdir um að þetta yrði eitthvað almennilegt en annað kom í ljós. Upplifunin af myndinni var ákaflega skemmtileg og maður fékk oft á tilfinninguna að hlutir væru að koma á fleygiferð í áttina að manni. Myndin gerir líka mikið úr því að sýna þrívíddina og myndavélin er þess vegna á fleygiferð allan tímann. Sagan er líka góð og skilar sýnu en þó fékk maður stundum á tilfinninguna að þessi mynd hafi einungis verið gerð í þeim tilgangi að vera flott í þrívídd og ef það er rétt þá tókst það bara mjög vel upp. Ég stóð allavega upp mjög sáttur eftir einhverja mögnuðustu bíósýningu sem ég hef farið á.
1 comment:
Æ ég vona að hún verði enn í bíó þegar ég er búinn að fara yfir þennan helv... prófabúnka sem bíður mín... Ekki mikið varið í að sjá þessa á vídjó!
Post a Comment