![]() |
Saturday, December 8, 2007
O, Brother where art thou
Topp 10 (fyrri hluti)
Boondock Saints

Beowulf
Tuesday, December 4, 2007
Big Fish

Sá þessa mynd eftir meistara Tim Burton aftur á ríkissjónvarpinu um daginn. Þessi mynd segir sögu manns sem veit ekkert betra en að segja sögur af sjálfum sér og oftar en ekki eru þær soldið skreyttar. Við fylgjumst með ævi hans eins og hann segir hana og oftar en ekki er hún heldur ótrúverðug. Þessi mynd er skemmtileg og og er uppfull af táknum og hefur að bera mörg einkenni Burtons. Þessi mynd kom mér mjög á óvart þegar ég sá hana fyrst og nær að vera bæði fyndinn og skemmtileg á mjög einlægan hátt. Sagan er skemmtileg og leikurinn góður og Burton sýnir að hann er leikstjóri á heimsmælikvarða.
American gangster

Fór á þessa mynd eftir stærðfræðiprófin. Myndin er í alla staði mjög vel gerð og leikararnir standa sig allir með prýði. Myndin segir frá uppgangi Frank Lucas, blökkumanns sem gerir það gott með sölu á gæða dópi á lágu verði. Hann er gerður mjög viðkunnalegur maður en sú ímynd breytist eftir því sem líður á myndina. Það er stórleikarinn Denzel Washington sem túlkar hann og gerir það mjög vel. Russel Crowe leikur svo einn af heiðarlegum lögreglumönnum sem eftir eru í borginni og sýnir enn aftur hversu mikill eðalleikari hann er. Myndin er byggð á sönnum atburðum en hversu sannir sem atburðir sögunnar eru þá er myndin mjög trúverðug og raunsæ. Sem sagt í stuttu máli frábær mynd með góðu leikaravali sem reif mann upp úr leiðindum sökum stærðfræðiprófs.
Subscribe to:
Posts (Atom)