Ég setti þessa mynd ekki á topp 10 listann en hún á það þó fyllilega skilið. Það eru Coen-bræður sem leikstýra þessari mynd en hún fjallar um 3 fanga á miðri 20. öld í Suðurríkjunum sem ná að strjúka og þeim uppákomum sem þeir lenda í. Allt frá því að vera breytt í froska yfir í að lenda í klóm Ku-Klux-Klan. Þeir ná að gera allt vitlaust þegar þeir flytja lag í útvarpinum og verða vinsælir um öll Bandaríkin. Myndin er vel gerð og Georg Clooney sýnir að hann getur enn þá leikið. Aðrir leikarar standa sig líka með prýði eins og t.d. John Goodman sem KKK-meðlimur. Lögin í myndinni eru mjög góð en þó sérstaklega lagið sem fangarnir flytja í útvarpinu. Skemmtileg og fyndin mynd sem skilur mann eftir í góðu skapi. |
Saturday, December 8, 2007
O, Brother where art thou
Topp 10 (fyrri hluti)
Boondock Saints
Þessi mynd er á topp 10 einfaldlega vegna þess að hún er svöl. Hún fjallar írska bræður sem segja stríð á hendur glæpamönnum eftir að þeir lenda í veseni við rússnesku mafíuna. Þeir verða það afkasta miklir að FBI fer að eltast við þá og þar er lögregluforinginn frábær persóna túlkuð af William Dafoe. Atriðin í myndinni þar sem bræðurnir slátra glæpamönnum eru ótrúlega svöl þrátt fyrir að vera langt því frá raunsæ. Myndin er bæði spennandi og fyndin og er þess vegna bara hin besta afþreying. Hún skilur mann kannski ekki með hausinn uppfullan af pælingum en hún skilar sínu og á þess vegna fullkomlega rétt á sér á þessu lista.Beowulf
Tuesday, December 4, 2007
Big Fish
Sá þessa mynd eftir meistara Tim Burton aftur á ríkissjónvarpinu um daginn. Þessi mynd segir sögu manns sem veit ekkert betra en að segja sögur af sjálfum sér og oftar en ekki eru þær soldið skreyttar. Við fylgjumst með ævi hans eins og hann segir hana og oftar en ekki er hún heldur ótrúverðug. Þessi mynd er skemmtileg og og er uppfull af táknum og hefur að bera mörg einkenni Burtons. Þessi mynd kom mér mjög á óvart þegar ég sá hana fyrst og nær að vera bæði fyndinn og skemmtileg á mjög einlægan hátt. Sagan er skemmtileg og leikurinn góður og Burton sýnir að hann er leikstjóri á heimsmælikvarða.
American gangster
Fór á þessa mynd eftir stærðfræðiprófin. Myndin er í alla staði mjög vel gerð og leikararnir standa sig allir með prýði. Myndin segir frá uppgangi Frank Lucas, blökkumanns sem gerir það gott með sölu á gæða dópi á lágu verði. Hann er gerður mjög viðkunnalegur maður en sú ímynd breytist eftir því sem líður á myndina. Það er stórleikarinn Denzel Washington sem túlkar hann og gerir það mjög vel. Russel Crowe leikur svo einn af heiðarlegum lögreglumönnum sem eftir eru í borginni og sýnir enn aftur hversu mikill eðalleikari hann er. Myndin er byggð á sönnum atburðum en hversu sannir sem atburðir sögunnar eru þá er myndin mjög trúverðug og raunsæ. Sem sagt í stuttu máli frábær mynd með góðu leikaravali sem reif mann upp úr leiðindum sökum stærðfræðiprófs.
Subscribe to:
Posts (Atom)